Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah er kominn í þá einstöku stöðu að vera bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur Liverpool á Tottenham, 6:3, í London í gær. Salah hefur nú skorað 15 mörk í deildinni en Erling Haaland með 13 og Cole Palmer með 11 eru næstir. Þá hefur hann átt 11 stoðsendingar á tímabilinu, einni meira en Bukayo Saka hjá Arsenal. » 26