Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist ímynda sér að ríkisstjórnin komi til með að nota hefðbundna „pólitíska brellu til að plata fólk áfram“ í umræðum um Evrópusambandið.

Ekki sé hægt að greiða atkvæði um hvort halda skuli samningaviðræðum áfram þar sem Ísland sé ekki umsóknarríki. Þá beri stjórnarsáttmálinn þess merki að vera ekki fullkláraður.

Í samtali við mbl.is segir Sigmundur að eitt helsta áhyggjuefni sitt við ríkisstjórnina sé að það verði unnið leynt og ljóst að því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Hann segir hins vegar að því sé pakkað inn í umbúðir sem feli hið raunverulega markmið.

„Ég ætla að nefna sem dæmi að það sé verið núna að leggja eitthvað til að greidd verði atkvæði um hvort halda skuli samningaviðræðum áfram. Í fyrsta lagi

...