Jón Geir Ágústsson fæddist 7. ágúst 1935 á Tjörn í Ólafsfirði. Hann lést á 10. desember 2024.

Útför var 19. desember 2024.

Elskulegur tengdafaðir minn, Jón Geir Ágústsson, lést þann 10. desember eftir skammvinn veikindi.

Mig langar að minnast tengdaföður míns í nokkrum orðum. Ég var 17 ára þegar ég kom inn í fjölskyldu hans og strax fann ég fyrir mikilli hlýju og umhyggjusemi frá þeim hjónum Jóni Geir og Heiðu.

Þau voru ófá skiptin sem ég leitaði til tengdapabba með alls konar fyrirspurnir og verkefni. Alltaf leysti hann úr þeim fljótt og vandlega og hvatti mig áfram. Ég átti með honum margar dýrmætar stundir, meðal annars við árbakkann í Ólafsfjarðará, hestamennsku, smíðar og eiginlega allt sem hægt var að hugsa sér.

Ég

...