Fulltrúar nokkurra hagsmunasamtaka og formaður eins stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, sem Morgunblaðið og mbl.is ræddu við í gær, hoppa ekki beint hæð sína af kæti yfir helstu stefnumálum sem ný ríkisstjórn kynnti um helgina. Varað er m.a. við áhrifum þess að taka upp komugjöld á ferðamenn og hækka auðlindagjöld útgerðarinnar. Þannig segist forseti ASÍ ekki ætla að fagna neinu fyrr en hann sjái efndir.