Sighvatur Bjarnason
Á haustdögum ársins 2014 tók undirritaður þátt í stofnun stéttarfélags flugmanna WOW air. Félagið gerði prýðilega og lögmæta kjarasamninga við vinnuveitanda sinn, hvurs eigandi vildi hafa allt uppi á borðum. Í kjölfar gjaldþrots WOW air var stéttarfélagið án tilgangs og lagðist í dvala. Mannauður þess var þó mikill og réttilega metinn á tvo milljarða króna. Þessi verðmæti voru andlag og forsenda þess að nokkrir menn réðust í þá vegferð að stofna nýtt flugfélag. Sumarið 2019 var stéttarfélaginu í raun rænt af félagsmönnum og gert út á örkina til að safna fé til nýs ævintýrs. Kapparnir slyngu kynntu fyrir fjárfestum og lífeyrissjóðum stórkostleg undirboð flugfólks. Engum gat það dulist. Á sama tíma féllu tveir kjarasamningar af himnum ofan. Þeim var flaggað til fjárfesta, en haldið leyndum frá þeim sem kjörin skyldu þiggja. Þessir samningar voru aldrei bornir undir
...