Flestar ríkisstjórnir eiga sína hveitibrauðsdaga enda fylgir því nokkur eftirvænting þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ráðherrar eru skipaðir, stjórnarsáttmáli og stefnuyfirlýsing er kynnt, ríkisráð fundar á Bessastöðum – allt vekur þetta athygli og um leið forvitni um það sem fram undan er.
Áherslur þeirrar vinstri stjórnar sem nú er að taka við völdum voru kynntar í fyrradag. Þær áherslur eru nokkuð almennar og í raun í litlu samræmi við áherslur þeirra þriggja flokka sem nú mynda ríkisstjórn eins og þær voru kynntar í nýafstaðinni kosningabaráttu. Að einhverju leyti er það nú samt ágætt, Samfylkingin gaf hugmyndir sínar um víðtækar skattahækkanir eftir og óraunhæfar hugmyndir Flokks fólksins um skattlagningu á lífeyrisþega koma ekki fyrir í stefnuyfirlýsingu, svo tekin séu dæmi. Þá hafa flokkarnir náð lendingu þegar kemur að umsókn um aðild að Evrópusambandinu, sem felur í sér að það á að
...