Hulda Guðmundsdóttir fæddist 24. febrúar 1939. Hún lést 11. desember 2024.
Útför Huldu fór fram 20. desember 2024.
Það mun hafa verið á tíunda aldursári að ég hitti Huldu fyrst. Ég hafði safnað hugrekki til að spyrja eftir nýju vinkonu minni frá Danmörku, henni Kolbrúnu í Skaftahlíðinni. Hulda kom til dyra og við mér blasti brosandi kona með svart hár og himinblá augu. Þetta er mér ógleymanlegt ekki síst vegna þess að á fyrstu mínútum okkar kynna kallaði hún mig fallega litla vinkonu, nokkuð sem ég hafði bara aldrei heyrt nokkurn mann segja áður. Svo kallaði hún okkur vinkonurnar, mig og Kolbrúnu, engla, þetta var alveg nýtt fyrir mér.
Hulda hafði þann eiginleika að geta einhvern veginn lyft hversdagsleikanum á annað plan. Ég man ekki eftir öðru en að hún hafi spurt okkur vinkonurnar hvort við
...