Lyklaskipti Staðarsmiður Selfoss smíðaði lykilinn fyrir 100 árum.
Lyklaskipti Staðarsmiður Selfoss smíðaði lykilinn fyrir 100 árum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu veitti hún henni einnig lykil sem afi hennar smíðaði fyrir yfir 100 árum.

„Þetta er lykill frá afa mínum,Kristni Vigfússyni, sem var staðarsmiður og byggði upp Selfoss. Hann gengur að öllu í Suðurkjördæmi og líklega að öllu í þessu ráðuneyti líka. Ég vona að þessi lykill færi þér gæfu í öllum þínum störfum,“ sagði Guðrún um leið og hún afhenti Þorbjörgu lyklana.