„Við hlökkum til að vinna með nýjum ráðherra og nýrri ríkisstjórn en fólk spyr sig í greininni með hvaða hætti ný gjaldtaka, hvort sem það verða ný komugjöld eða einhverskonar auðlindagjöld, eigi að styðja við verðmætasköpun hjá fyrirtækjunum. Okkur finnst ekki alveg skýrt samhengi þar á milli,“ segir Jóhannes Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar um réttlát auðlindagjöld.
Skilar 150 til 200 milljörðum í ríkissjóð
Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um svona lagað koma upp.
„Almennt séð teljum við ekki skynsamlegt fyrir samkeppnina að leggja gjöld á ferðaþjónustuna þar sem við erum í samkeppni við önnur lönd um að fá til okkar ferðamenn. Greinin skilar núna 150 til 200 milljörðum í ríkissjóð á ári í gegnum skatta
...