Ævisaga Ingvar Vilhjálmsson – athafnasaga ★★★★½ Eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ugla, 2024. Innb., 251 bls., ljósmyndir, heimilda-, mynda- og nafnaskrár.
Bækur
Björn
Bjarnason
Bókin um Ingvar Vilhjálmsson (1899-1992) og athafnasögu hans er vel úr garði gerð og vönduð. Textinn er hógvær í anda söguhetjunnar og lýsir ótrúlega miklum breytingum í atvinnusögu Íslands og Reykjavíkur sérstaklega þar sem Ingvar lagði ómetanlegan skerf af mörkum.
Þegar útför Ingvars var gerð í ársbyrjun 1993, hann andaðist á aðfangadag 1992, var hans minnst hér í Morgunblaðinu með sérstöku aukablaði. Munum við sem störfuðum hér á lokaáratugum tuttugustu aldarinnar hve mikillar virðingar Ingvar naut meðal ritstjóranna fyrir góðan hug hans í garð blaðsins og þeirra hugsjóna sem það hafði að leiðarljósi.
Ævisagan sem Jakob F. Ásgeirsson hefur skráð og gefið út sýnir hve
...