Ævisaga Ingvar Vilhjálmsson – athafnasaga ★★★★½ Eftir Jakob F. Ásgeirsson. Ugla, 2024. Innb., 251 bls., ljósmyndir, heimilda-, mynda- og nafnaskrár.
Ingvar Saga hans sýnir hvað sá „sem setur sér skýr markmið fær miklu áorkað fái þrá hans til athafna notið sín“.
Ingvar Saga hans sýnir hvað sá „sem setur sér skýr markmið fær miklu áorkað fái þrá hans til athafna notið sín“.

Bækur

Björn

Bjarnason

Bókin um Ingvar Vilhjálmsson (1899-1992) og athafnasögu hans er vel úr garði gerð og vönduð. Textinn er hógvær í anda söguhetjunnar og lýsir ótrúlega miklum breytingum í atvinnusögu Íslands og Reykjavíkur sérstaklega þar sem Ingvar lagði ómetanlegan skerf af mörkum.

Þegar útför Ingvars var gerð í ársbyrjun 1993, hann andaðist á aðfangadag 1992, var hans minnst hér í Morgunblaðinu með sérstöku aukablaði. Munum við sem störfuðum hér á lokaáratugum tuttugustu aldarinnar hve mikillar virðingar Ingvar naut meðal ritstjóranna fyrir góðan hug hans í garð blaðsins og þeirra hugsjóna sem það hafði að leiðarljósi.

Ævisagan sem Jakob F. Ásgeirsson hefur skráð og gefið út sýnir hve

...