Martin Scorsese Presents: The Saints er vinsæl bandarísk þáttaröð sem meðal annars má finna á Apple TV. Í leiknum atriðum er veitt innsýn í líf og dauða kristinna píslarvotta. Í lok hvers þáttar ræðir leikstjórinn frægi Martin Scorsese við fræðimenn og presta
Sebastian Hann varð að þola alls kyns raunir.
Sebastian Hann varð að þola alls kyns raunir. — Mynd/Wikipedia

Kolbrún Bergþórsdóttir

Martin Scorsese Presents: The Saints er vinsæl bandarísk þáttaröð sem meðal annars má finna á Apple TV. Í leiknum atriðum er veitt innsýn í líf og dauða kristinna píslarvotta. Í lok hvers þáttar ræðir leikstjórinn frægi Martin Scorsese við fræðimenn og presta.

Þetta eru þættir um trú, fórnir og þjáningar. Það fór ekki vel fyrir píslarvottunum í þessu lífi þótt þeir yrðu dýrlingar eftir dauðann. Eftir fjóra þætti hefur einn píslarvottur verið brenndur (Jóhanna af Örk), annar hálshöggvinn (Jóhannes skírari), sá þriðji skotinn margsinnis með örvum og barinn í hel (Heilagur Sebastian) og sá fjórði svalt til bana eftir að hafa ákveðið að fórna lífi sínu til bjarga öðrum manni (séra Maximillian Kolbe).

Í sviðsetningum er svo til ekkert dregið

...