Sigga Beinteins hefur slegið í gegn með jólalaginu Hótel á aðfangadag, samstarfi hennar og Baggalúts. Lagið var til umræðu í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim, með þeim Regínu Ósk, Ásgeiri Páli og Jóni Axel
— Colourbox

Sigga Beinteins hefur slegið í gegn með jólalaginu Hótel á aðfangadag, samstarfi hennar og Baggalúts. Lagið var til umræðu í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim, með þeim Regínu Ósk, Ásgeiri Páli og Jóni Axel. Regína sagði lagið tala sterkt til sín og kannaðist vel við tilfinninguna að vilja „stimpla sig út“ um jólin vegna álags. „Það er svo mikil pressa,“ sagði hún og bætti við að jólin kæmu alltaf, hvort sem fólk væri tilbúið eða ekki. K100 vonar þó að flestir nái að slaka vel á fyrir morgundaginn og að sem fæstir finni þörfina til að flýja inn á hótel á aðfangadag.