„Friður, von, nánd og kærleikur er boðskapurinn sem felst í frásögninni um fæðingu Jesú Krists. Og þetta er boðskapur sem gengur þvert á öll trúarbrögð og er þeim sterkari. Vonin þarf alltaf að vera til staðar og alltaf kemur betri tíð
Sveitaprestur Breiðabólstaður er einstakur, segir sr. Kristján, hér við kirkjuna fallegu sem var reist árið 1912.
Sveitaprestur Breiðabólstaður er einstakur, segir sr. Kristján, hér við kirkjuna fallegu sem var reist árið 1912. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Friður, von, nánd og kærleikur er boðskapurinn sem felst í frásögninni um fæðingu Jesú Krists. Og þetta er boðskapur sem gengur þvert á öll trúarbrögð og er þeim sterkari. Vonin þarf alltaf að vera til staðar og alltaf kemur betri tíð. Slíkt finnum við svo vel þegar daginn lengir,“ segir sr. Kristján Arason, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

„Í dag, þar sem svo margir upplifa kvíða, óvissu og erfiðleika,

...