Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lést á Landspítalanum við Hringbraut, í návist fjölskyldu sinnar og vina, að kvöldi föstudagsins 20. desember, 34 ára að aldri. Egill Þór hafði undanfarin ár háð hetjulega baráttu við krabbamein.
Egill Þór fæddist í Reykjavík 26. júní 1990 og ólst upp í Breiðholti. Foreldrar hans eru Jón Þór Traustason bifreiðasmíðameistari, f. 1960, sem lést 2013 af slysförum, og Díana Særún Sveinbjörnsdóttir leikskólaliði, f. 1961. Systkini Egils Þórs eru Linda Björk Jónsdóttir og Aron Örn Jónsson.
Egill Þór gekk í Hólabrekkuskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2011. Þá stundaði hann nám í félagsfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í félagsfræði árið 2015.
Hann helgaði starfsferil sinn fólki með
...