Samtök skattgreiðenda hafa að undanförnu freistað þess að kortleggja hve margir starfsmenn hins opinbera eru í raun og veru. Róbert Bragason situr í stjórn samtakanna og segir hann margt benda til að réttur fjöldi þeirra sem starfi hjá hinu opinbera …
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Samtök skattgreiðenda hafa að undanförnu freistað þess að kortleggja hve margir starfsmenn hins opinbera eru í raun og veru. Róbert Bragason situr í stjórn samtakanna og segir hann margt benda til að réttur fjöldi þeirra sem starfi hjá hinu opinbera sé mun meiri en talið hefur verið:
„Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur síðasta vetur kom fram að virk stöðugildi hjá stofnunum ríkisins væru um 19.500 talsins en það stemmir hvorki við tölur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, né stéttarfélaga ríkisstarfsmanna sem eru með yfir 30.000 virka meðlimi. Það eitt gæti bent til þess að ríkisstarfsmenn séu í kringum 50% fleiri en hefur verið gefið upp, t.d. á upplýsingavef Fjársýslu
...