Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Fyrir nokkru fór ég á haustfund Símenntar (samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva) á Ísafirði. Þar fengum við kynningu Ólafs Guðsteins Kristjánssonar á verkefninu „Gefum íslensku séns“ (sjá nánar: www.gefumislenskusens.is). Frábært verkefni sem snýst í stórum dráttum um að skapa vettvang fyrir fólk sem ekki á íslensku að móðurmáli til að æfa sig að tala íslensku við íslenskumælandi Íslendinga.
Þetta verkefni og aðferðafræðin hefur leitað sérstaklega mikið á mig eftir að ég fór til Víkur nýverið. Þar eru íbúar af erlendum uppruna komnir í meirihluta (yfir 60%) og sumir þeirra líta þannig á málin að íslenska sé ekki og verði ekki hluti af þeirra lífi. Íbúaþróunin í Vík getur verið dæmi um hvernig þróunin getur orðið annars staðar til lengri tíma litið. Ég hef líka orðið vitni að því að fjölskyldur og vinahópar
...