Ásdís Kristjánsdóttir
Hið opinbera gegnir veigamiklu hlutverki í vestrænum ríkjum, tryggir aðgengi að grunnþjónustu, stendur vörð um innviði samfélagsins og tryggir lágmarks lífsviðurværi. Opinberir starfsmenn sinna fjölbreyttri þjónustu í heilbrigðis- og velferðarmálum, skóla- og leikskólamálum, skipulags- og samgöngumálum og þannig mætti áfram telja. Um þetta er ekki deilt.
Umfangsmikil og vaxandi starfsemi hins opinbera endurspeglast í því að fyrir fjórum áratugum námu opinber útgjöld um þriðjungi af framleiðslu þjóðarinnar, en voru komin í ríflega 40 prósent áratug síðar og í dag rennur önnur hver króna þjóðarframleiðslunnar til hins opinbera. Hér á landi hafa opinber umsvif aukist hraðar að meðaltali en í öðrum vestrænum ríkjum og eru með þeim mestu sem þekkjast. Aukið umfang hefur haldist í hendur við fjölgun opinberra starfsmanna sem í dag
...