Nokkrir íslensku landsliðsmannanna í handknattleik sem eru á leið á heimsmeistaramótið í janúar fá lítið sem ekkert jólafrí, sérstaklega þeir sem spila í Þýskalandi og Noregi. Íslendingaliðið Kolstad lék á laugardaginn fyrri stórleik sinn af…
Drjúgur Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar í leik með Kolstad.
Drjúgur Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar í leik með Kolstad. — Ljósmynd/Jon Forberg

Nokkrir íslensku landsliðsmannanna í handknattleik sem eru á leið á heimsmeistaramótið í janúar fá lítið sem ekkert jólafrí, sérstaklega þeir sem spila í Þýskalandi og Noregi.

Íslendingaliðið Kolstad lék á laugardaginn fyrri stórleik sinn af tveimur, toppslag gegn Elverum í norsku úrvalsdeildinni, en liðin mætast aftur í úrslitaleik bikarkeppninnar 29. desember.

Sigvaldi Björn Guðjónsson, einn fjögurra Íslendinga hjá Kolstad og fulltrúi þeirra í HM-hópnum, skoraði fimm mörk á laugardaginn þegar Kolstad lagði Elverum, 32:29, í viðureign liðanna í deildinni.

Þrátt fyrir tapið er Elverum með eins stigs forystu á Kolstad á toppnum þegar 17 umferðum er lokið af 26.

Frestað í Magdeburg

...