Níu ára gamall þýskur drengur, sem var á meðal fimm látinna í heiftarlegri og skammvinnri árás á jólamarkað í Magdeburg í austurhluta Þýskalands á föstudaginn, hét André Gleißner. Þýskir fjölmiðlar birtu nafn hans í gær að fengnum nauðsynlegum heimildum til slíkra nafnbirtinga
Harmafregn Slökkviliðsmenn í Berlín stilla sér upp við tímabundinn minnisvarða um fórnarlömb mannskæðrar árásar á jólamarkað á föstudaginn.
Harmafregn Slökkviliðsmenn í Berlín stilla sér upp við tímabundinn minnisvarða um fórnarlömb mannskæðrar árásar á jólamarkað á föstudaginn. — AFP/John Macdougall

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Níu ára gamall þýskur drengur, sem var á meðal fimm látinna í heiftarlegri og skammvinnri árás á jólamarkað í Magdeburg í austurhluta Þýskalands á föstudaginn, hét André Gleißner. Þýskir fjölmiðlar birtu nafn hans í gær að fengnum nauðsynlegum heimildum til slíkra nafnbirtinga.

Auk þeirra sem létust hlutu um 200 gestir markaðarins benjar mismiklar, þar af 40 lífshættulegar, en móðir drengsins látna minntist hans í hjartnæmum skrifum á samfélagsmiðla í gær, en upphæð er var að nálgast níu milljónir íslenskra króna hafði verið safnað gegnum vefsíðuna GoFundMe um það leyti er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. „Leyfum litla bangsanum mínum að fljúga um heiminn á nýjan leik,“ skrifaði móðirin í grein sinni, „André gerði ekki flugu mein. Hann var

...