Ragnhildur Jóhannesdóttir fæddist 15. nóvember 1945. Hún lést 4. desember 2024.
Hún var jarðsungin 9. desember 2024.
Elsku tengdamamma er farin.
Þegar við Þorbjörn fórum að draga okkur saman var ég fljótlega kynnt fyrir fjölskyldunni. Ég hafði aldrei kynnst annarri eins fjölskyldu. Mér er það minnisstætt þegar í fyrsta fjölskylduboðinu tengdapabbi settist allt í einu við píanóið og allir fóru að syngja. Mikið sem ungri konu fannst þetta undarlegt en fljótt varð þetta ómissandi hluti af lífinu.
Börnin okkar Þorbjörns komu fljótt og eftir rúm fimm ár vorum við orðin fimm manna fjölskylda. Börnin okkar elskuðu að fara til ömmu og afa í Langagerði. Þar biðu þeirra alltaf einhver uppátæki en amma Ranka var ekki hefðbundin amma og fór alltaf sínar eigin leiðir.
...