Jólabarnið og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir vakti eiginmann sinn, Ebenezer Þórarin Einarsson, eldsnemma á afmælisdaginn hans síðastliðinn föstudag með söng, köku og pökkum. Í viðtali í Ísland vaknar sagðist hún vongóð um að framkvæmdir á…
— Morgunblaðið/Ásdís

Jólabarnið og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir vakti eiginmann sinn, Ebenezer Þórarin Einarsson, eldsnemma á afmælisdaginn hans síðastliðinn föstudag með söng, köku og pökkum. Í viðtali í Ísland vaknar sagðist hún vongóð um að framkvæmdir á baðherberginu, sem hófust í september, myndu klárast í tæka tíð.

„Það eru 90% líkur á að það verði jólasturta í ár,“ sagði hún létt í bragði. Jólaandinn var þó alls ekki í hættu á heimilinu. Kertaljós voru tendruð og Birna sagðist ætla að breyta möndlugrautnum í „gúrme“-hafragraut með chia-fræjum, bláberjum og möndlu, sem fékk misgóðar undirtektir.

Við vonum að jólasturtan hafi orðið að veruleika og að fjölskyldan hafi notið jólanna í rólegheitum.

Gleðileg jól frá K100 og K100.is.