Víkingur úr Reykjavík hefur fest kaup á knattspyrnumanninum Stíg Diljan Þórðarsyni frá ítalska félaginu Triestina. Stígur Diljan er aðeins 18 ára gamall en lék sinn fyrsta leik fyrir Víking sumarið 2022, þá einungis 16 ára gamall. Í september sama ár var hann seldur til Benfica og hélt þaðan til Triestina síðasta sumar. Hjá Triestina lék Stígur Diljan einn leik í ítölsku C-deildinni og einn leik í neðrideildabikar Ítalíu á yfirstandandi tímabili.