„Leikaraveislu,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri Yermu, jólasýningar Þjóðleikhússins í ár, inntur eftir því við hverju áhorfendur megi búast á annan í jólum þegar verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu
Viðtal
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Leikaraveislu,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri Yermu, jólasýningar Þjóðleikhússins í ár, inntur eftir því við hverju áhorfendur megi búast á annan í jólum þegar verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu. Svar Gísla er bæði stutt og laggott enda segir hann leikhópinn í verkinu einfaldlega frábæran en með hlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.
Málefni sem snerta marga
Yerma er í senn leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem byggist á samnefndu meistaraverki Federicos García Lorca frá árinu 1934, sögu sem gerist í spænsku
...