Haukur Engilbertsson fæddist á Vatnsenda í Skorradal 10. apríl 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 14. nóvember 2024.
Haukur var sonur hjónanna á Vatnsenda, þeirra Engilberts Runólfssonar, f. 8. nóvember 1899, d.14. júní 1996, og Bjargar Eyjólfsdóttur f. 13. júní 1907, d.1. júlí 1981.
Haukur var elstur í hópi fjögurra barna Engilberts og Bjargar. Systkini Hauks eru Svava, f. 1939, d. 2011, Runólfur, f. 1941, d. 2010, og Eyjólfur, f. 1943. Systkini Hauks sammæðra eru Hulda Hafliðadóttir Bachmann, f. 1924, d. 2019, og Ásgeir Hafliðason, f. 1925, d. 2009.
Árið 1964 giftist Haukur Svanlaugu Rögnu Þórðardóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 1964, maki Natali Shavlay, börn þeirra Anastasia Sóley, f. 2010, og Aníta Rós, f. 2013, Birgir var áður giftur
...