Skáldsaga Stargate ★★★★½ Eftir Ingvild Rishøi Kari Ósk Grétudóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja í stóru broti, 142 bls.
Bækur
Einar Falur
Ingólfsson
Norræna samtímafrásögn af systrum sem búa við ömurlegar aðstæður hjá drykkjusjúkum föður, móðurlausar og án nánast nokkurs stuðnings nema hvor af annarri, kæmi ekki á óvart að sjá skrifaða í nöturlegum raunsæisstíl, með þungri ádeilu á kerfið sem bregst brotinni fjölskyldunni. En norski höfundurinn Ingvild Rishøi fer aðra leið – hún skrifar um efnið ljúfa og launfyndna „jólasögu“ en það er undirtitill Stargate. Tónninn í frásögninni er fallegur, þar er gott fólk, dætrunum þykir vænt um pabba sinn, og svo eru að koma jól. En þær systur minnast sín á milli á eina þekktustu jólasöguna, þá um litlu stúlkuna
...