Á aðfangadag fer vel á því að byrja á glettinni kveðju frá séra Hjálmari Jónssyni: „Ekki sakar að rifja það upp þegar læknirinn nafni minn, Freysteinsson, var búinn að hlusta á jólalögin um of
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Á aðfangadag fer vel á því að byrja á glettinni kveðju frá séra Hjálmari Jónssyni: „Ekki sakar að rifja það upp þegar læknirinn nafni minn, Freysteinsson, var búinn að hlusta á jólalögin um of. Hann orti bálk sem í var m.a. þessi vísa:
Týnd er flestum trúarvissa,
taumleysið er þjóðarmein.
Allt of margar mömmur kyssa
á munninn einhvern jólasvein.“
Sigrún Haraldsdóttir yrkir á jólum:
Lífs þótt finni klukku klifa,
kulna hjartasól,
finnst mér gott að fá að lifa
fleiri heilög jól.
Alltaf
...