Brekka Til stendur að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum annan í jólum.
Brekka Til stendur að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum annan í jólum. — Morgunblaðið/Eggert

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag, aðfangadag jóla, og á morgun, jóladag, en til stendur að hafa svæðið opið á milli jóla og nýárs; annan í jólum frá 11-16, 27. desember frá 11-21, 28. og 29. desember frá 10-17 og 30. desember frá 14-21. Lokað verður á gamlársdag en opið frá 12-16 á nýársdag.

Innan borgarmarkanna eru reknar þrjár skíðalyftur ætlaðar börnum og byrjendum en opið er inn á skíðasvæðin þegar aðstæður leyfa. Lokað verður bæði í dag og á morgun en annan í jólum stendur til að halda skíðasvæðunum í Ártúnsbrekku í Árbæ og við Dalhús í Grafarvogi opnum frá 12.15-17. Þá verða svæðin opin 27. desember frá 14.15-20, 28. og 29. desember frá 11-17 og 30. desember frá 14.15-20 ef aðstæður leyfa.

Óvissa er um opnun skíðasvæðanna á Norðurlandi sökum snjóleysis. Í Hlíðarfjalli á Akureyri, Böggvisstaðafjalli á Dalvík og Skarðsdal í Siglufirði verður

...