Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í janúar, lýsti á ný um helgina áhuga á að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. „Í þágu þjóðaröryggis og frelsis um allan heim þá telja Bandaríkin að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi…
Donald Trump
Donald Trump

Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í janúar, lýsti á ný um helgina áhuga á að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum.

„Í þágu þjóðaröryggis og frelsis um allan heim þá telja Bandaríkin að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu algerlega nauðsynleg,“ skrifaði Trump á samskiptavef sinn, Truth Social, á sunnudagskvöld.

Þegar Trump var Bandaríkjaforseti á árunum 2017-2021 lýsti hann yfir áhuga á að kaupa Grænland af Dönum en dönsk stjórnvöld vísuðu þeim hugmyndum strax á bug.

Grænlensku þingmennirnir tveir á danska þinginu brugðust við ummælum Trumps í samtali við grænlenska miðilinn sermitsiaq.ag í gær og sögðu að Grænland væri ekki til sölu. Hefur vefurinn eftir Aaju Chemnitz, fulltrúa Inuit Ataqatigiit, að hún telji að friður á Grænlandi sé

...