Hans milda ljós nú lýsir …
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Í Betlehem er komið var á kvöld,
kveiktu hirðar bál og reistu tjöld.
Nú tíminn stóð í stað eitt andartak,
við stjörnublik og jarðar himinþak.
Þá birtust englar óvænt, öll sú dýrð,
sem aldrei verður fullkomlega skýrð.
Né hverjir hana fengu fyrst að sjá,
er fjárhirðunum blessun veittist þá.
...