Flutningaskip Kínverska skipið hefur legið við festar í Kattegat.
Flutningaskip Kínverska skipið hefur legið við festar í Kattegat. — AFP/Scanpix/Mikkel Berg Pedersen

Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir að Kínverjar hafi hafnað ósk þarlendra saksóknara um að hefja sjálfstæða rannsókn á ferðum kínversks flutningaskips sem grunur leikur á að tengist því að skorið var á tvo neðansjávarfjarskiptakapla á sænsku hafsvæði í Eystrasalti í nóvember.

„Sænsk lögregla hefur verið um borð í skipinu og fengið að fylgjast með rannsókn Kínverja. En á sama tíma tek ég eftir því að Kínverjar hafa ekki orðið við beiðni okkar um að saksóknarar fái að koma um borð til að framkvæma eigin rannsókn,“ sagði Maria Malmer Stenergard utanríkisráðherra í yfirlýsingu til AFP-fréttastofunnar.

Kínversk stjórnvöld hétu því í gær að áfram yrði haft samráð við stjórnvöld á svæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Skipið hefur legið við festar á alþjóðlegu hafsvæði í Kattegat en í gær létti það akkerum og lagði af stað norður á bóginn. Mao Ning, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, staðfesti að skipinu hefði verið siglt af stað „til

...