Ef e-ð óvænt gerist og maður hrekkur við er hægt að segja að manni bregði í brún. Og mér, þér, honum, henni bregður í brún. „Ég bregð“ ekki í brún

Ef e-ð óvænt gerist og maður hrekkur við er hægt að segja að manni bregði í brún. Og mér, þér, honum, henni bregður í brún. „Ég bregð“ ekki í brún. „[H]onum brá í brún þegar hann sá fallega skrifstofustúlku hlekkjaða við borðið sitt,“ segir í sögunni Hugkvæmur útvarpsmaður í Heimilisritinu í júlí 1949. Betur fer þó en á horfist.