Loftárás á alþjóðaflugvöllinn í jemensku höfuðborginni Sanaa í gær var verk Ísraelshers og lýsti herinn árásinni á hendur sér samdægurs auk þess sem hún var sögð hefndaraðgerð fyrir ítrekaðar flugskeyta- og drónaárásir uppreisnarmanna Húta á…
Ólga Jemenar brenna þjóðfána Bandaríkjanna og Ísraels á götu í Sanaa fyrir jól í mótmælaskyni við árásir Ísraela og til stuðnings við Palestínu.
Ólga Jemenar brenna þjóðfána Bandaríkjanna og Ísraels á götu í Sanaa fyrir jól í mótmælaskyni við árásir Ísraela og til stuðnings við Palestínu. — AFP/Mohammed Huwais

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Loftárás á alþjóðaflugvöllinn í jemensku höfuðborginni Sanaa í gær var verk Ísraelshers og lýsti herinn árásinni á hendur sér samdægurs auk þess sem hún var sögð hefndaraðgerð fyrir ítrekaðar flugskeyta- og drónaárásir uppreisnarmanna Húta á skotmörk í ísraelsku höfuðborginni Tel Avív síðustu vikur, en Hútar eru hliðhollir Írönum sem troða illsakir við Ísraela.

Segja Ísraelar 16 manns hafa særst í árásum Húta, en katarski fjölmiðillinn Al Jazeera greindi frá því í gær að tveir hefðu týnt lífinu í árásinni á jemensku höfuðborgina sem er á valdi Hútanna. Þá greindi Tedros ­Adhanom Ghebreyesus forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá því á samfélagsmiðlinum X að maður í áhöfn flugvélar, sem flutti hann og samstarfsmenn hans á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefði særst þegar flugskeytin hæfðu fugvöllinn í Sanaa þar sem þeir voru staddir.

...