Hljómsveitin Árstíðir heldur sína árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöldið 27. desember, klukkan 21. Segir í tilkynningu að tónleikarnir hafi verið haldnir árlega frá 2008 en það sé einmitt árið sem hljómsveitin hafi verið stofnuð. Þar kemur jafnframt fram að á tónleikunum verði flutt frumsamin lög í bland við vel valin jóla- og hátíðarlög sem og lög af nýrri plötu hljómsveitarinnar, sem ber heitið Vetrarsól, en hún er fyrsta plata Árstíða þar sem öll lögin eru sungin án hljóðfæra og hefur að geyma samansafn af sígildum íslenskum lögum sem hafa verið útsett fyrir kóra. Húsið verður opnað klukkan 20.30.