Björn Bjarnason bregst við orðum biskups Íslands í jólaprédikun hennar, þar sem hún sagði að samfélagið hefði „byrjað að fjarlægja trú úr almannarými hér á landi“. Björn segir að engin samfélagssátt hafi verið um það þegar „ákveðið var af yfirvöldum grunnskóla í Reykjavík að skera á tengsl skólanna við kirkjuna. Um var að ræða þrýsting minnihlutahóps sem var andvígur kristni og kirkju og vildi stækka eigin söfnuð trúlausra.“
Og Björn heldur áfram: „Þá var einnig tekin pólitísk ákvörðun um að afmá það sem sagði um kristni í námskrá grunnskóla. Markvisst var unnið að því að afmá kristnina í samfélaginu án þess að risið væri gegn því af þeim þrótti sem vænta hefði mátt vegna þess hve margir voru og eru ósáttir við þessa þróun.“
Biskup bendir á í prédikun sinni að það hafi verið mistök að ýta trúnni
...