Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir endurkomusigur á Leicester, 3:1, á heimavelli í gærkvöldi. Eftir 17 leiki er Liverpool með 42 stig. Manchester City tapaði enn og aftur stigum er liðið fékk Everton í heimsókn. Urðu lokatölur 1:1. Bernardo Silva kom City yfir á 14. mínútu, áður en Iliman Ndiaye jafnaði fyrir Everton. Chelsea fór illa að ráði sínu er liðið mætti Fulham á heimavelli og tapaði, 2:1. » 26