Vorið 2023 varði Júlíana Þóra Magnúsdóttir doktorsverkefni sitt um sagnahefðir íslenskra kvenna og nú hefur hún hug á að þrengja verkefnið og skoða hvaða hlutverki einhleypar konur gegndu í sagnahefðinni í torfbæjarsamfélaginu
Heiður Júlíana fékk verðlaun frá Konunglegu Gústav Adolf-akademíunni.
Heiður Júlíana fékk verðlaun frá Konunglegu Gústav Adolf-akademíunni.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Vorið 2023 varði Júlíana Þóra Magnúsdóttir doktorsverkefni sitt um sagnahefðir íslenskra kvenna og nú hefur hún hug á að þrengja verkefnið og skoða hvaða hlutverki einhleypar konur gegndu í sagnahefðinni í torfbæjarsamfélaginu. „Mér finnst það heillandi rannsóknarverkefni,“ segir hún.

Júlíana fékk nýverið viðurkenningu frá Konunglegu Gústav Adolf-akademíunni í Svíþjóð fyrir doktorsritgerð sína, Með eigin röddum: Sagnahefð íslenskra kvenna undir lok nítjándu aldar og í byrjun tuttugustu aldar, sem hún varði við Háskóla Íslands. Auk þess voru önnur verkefni sem hún hefur unnið eða tekið þátt í, eins og til dæmis sagnagrunnurinn og þjóðtrúargrunnurinn, höfð til hliðsjónar. 18 manns voru verðlaunaðir og þar af tveir Íslendingar, Júlíana og Auður Magnúsdóttir,

...