Kristinn Guðmundsson fæddist á Akranesi 21. apríl 1949. Hann lést á líknardeild Landakots 3. desember 2024 í faðmi fjölskyldunnar.
Foreldrar Kristins voru Rafnhildur Katrín Árnadóttir, f. 18.11. 1924, d. 3.9. 2015, og Guðmundur Árni Guðjónsson, f. 9.8. 1921, d. 3.7. 2007.
Systkini Kristins eru: Helga, f. 2.12. 1947, gift Inga Steinari Gunnlaugssyni, þau eiga tvo syni, Þórhall Árna og Inga Steinar. Guðjón, f. 6.1. 1952, giftur Elínu Jóhannsdóttur, þau eiga þrjú börn, Jóhann, Malínu og Katrínu. Jónína, f. 25.3. 1953, gift Ásgeiri Kristjánssyni, þau eiga fjögur börn, Guðmund Rafn, Ólöfu Kristínu, Hrefnu og Árna Teit. Þórunn Birna, f. 14.6. 1959.
Hinn 19.9. 1969 kvæntist Kristinn Petreu Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 14.11. 1949. Foreldrar Petreu voru Ragnheiður Þórðardóttir, f. 22.8. 1913, d. 20.5. 2002,
...