Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét stöðva afgreiðslu áfengis hjá nokkrum netverslunum í gær. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rekstraraðilar hafi orðið við tilmælum lögreglu og brugðist vel við. Ástæða aðgerðanna er reglur um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar.