Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi á jóladag „grimmilegar“ flugskeyta- og drónaárásir Rússa á mikilvæga orkuinnviði nágrannaríkisins sem sætt hefur mannfalli og ógnarástandi styrjaldar í tæp þrjú ár síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti sigaði her sínum á Úkraínumenn
Blöskranleg atlaga Slökkviliðsmaður við störf í Karkív í kjölfar árásar Rússa á orkuinnviði Úkraínu á jólanótt sem þeir kveða vel heppnaða.
Blöskranleg atlaga Slökkviliðsmaður við störf í Karkív í kjölfar árásar Rússa á orkuinnviði Úkraínu á jólanótt sem þeir kveða vel heppnaða.

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi á jóladag „grimmilegar“ flugskeyta- og drónaárásir Rússa á mikilvæga orkuinnviði nágrannaríkisins sem sætt hefur mannfalli og ógnarástandi styrjaldar í tæp þrjú ár síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti sigaði her sínum á Úkraínumenn.

Sagði Selenskí Rússa hafa tekið „meðvitaða ákvörðun“ með umfangsmikilli árás sinni á jólanótt þegar 184 flugskeyti og drónar, eftir því sem flugher Úkraínu kveður liðsmenn sína hafa talið, klufu næturhimininn á leið sinni að skotmörkunum í þrettándu stóratlögunni á orkuinnviði Úkraínu það sem af er árinu.

Illska Rússa dugi ekki til

Kveðst flugherinn hafa skotið hluta drónanna og flugskeytanna niður en

...