Kristján Vídalín Jónsson fæddist í Þverholti í Reykjavík 11. nóvember 1944. Hann lést 11. desember í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Jón Halldórsson húsgagnabólstrari, f. 1918, d. 1997, og Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 1918, d. 1992.
Systkini Kristjáns eru Elínborg Lárusdóttir félagsráðgjafi, f. 1942, og Halldór Jónsson húsgagnabólstrari, f. 1946.
Eiginkona Kristjáns er Guðrún Sigríður Sævarsdóttir framhaldsskólakennari, f. 1956. Foreldrar hennar voru Sævar Halldórsson ljósmyndari, f. 1923, d. 2015, og Auður Jónsdóttir ljósmyndari, f. 1926, d. 2011.
Kristján og Guðrún bjuggu í Reykjavík, fyrst á Vatnsstíg en síðar í Barmahlíð. Saman eiga þau börnin Sævar Vídalín, f. 1983, maki hans Ásdís
...