Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þegar Rishi Sunak lét af embætti forsætisráðherra Bretlands í júlí hélt hann stutta ræðu fyrir framan Downing-stræti 10. Ræðan er mér minnisstæð því hinn lánlausi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins sýndi þar úr hverju hann er gerður. Sunak bað kjósendur sína afsökunar á ósigrinum og axlaði ábyrgð á honum undanbragðalaust. Hann fór yfir árangurinn sem hann taldi stjórn sína hafa náð og tók fram að í stjórnarandstöðu þyrfti Íhaldsflokkurinn að vera ábyrgur og faglegur. Um Keir Starmer formann Verkamannaflokksins sagði hann við hlustendur: „Sigrar hans og árangur verða sigrar okkar allra.“ Sunak óskaði Starmer góðs gengis og sagðist bera virðingu fyrir honum sem stjórnmálamanni.

Ræðan var ekki löng, en á fáum mínútum tókst Sunak að kjarna það sem skiptir mestu máli við valdaskipti í lýðræðisríki: að viðurkenna úrslit kosninga, axla pólitíska ábyrgð, tala vongleði og frið inn í samfélagið

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir