Ingi Ólafsson er fæddur 26. desember 1954 og varð því sjötugur í gær. „Ég fæddist í Reykjavík en á þessum tíma bjuggu foreldrar mínir í Kópavogi.
Sumarið 1958, þegar ég var á fjórða aldursári, fluttist fjölskyldan til Blönduóss en faðir minn hafði þá verið ráðinn sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga en þar bjuggum við í tíu ár. Árin á Blönduósi voru mjög ánægjuleg og eftirminnileg, þar var alltaf mikið um að vera og gaman að alast þar upp sem barn. Við krakkarnir vorum mikið úti í alls konar leikjum, enda var ekkert internet á þeim tíma og reyndar náðist ekkert sjónvarp þá á Blönduósi.
Ég var mikið í sveit á sumrin og fór í fyrsta skipti í sveit þegar ég var fimm ára. Ég var í sveit á hverju sumri eftir þetta á meðan við bjuggum fyrir norðan. Ég var í sveit á þremur bæjum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, en mest hjá Guðmundi Jónassyni
...