Undirbúningur undir flugeldasölu björgunarsveitanna er nú á lokametrunum. Í dag verða sölustaðir opnaðir og því var allt kapp lagt á það í gær að koma flugeldum á rétta staði. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði á Malarhöfða voru þeir…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Undirbúningur undir flugeldasölu björgunarsveitanna er nú á lokametrunum. Í dag verða sölustaðir opnaðir og því var allt kapp lagt á það í gær að koma flugeldum á rétta staði. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði á Malarhöfða voru þeir Kristinn Helgi Hilmarsson og Gunnar Ingi Halldórsson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í óðaönn að ferja flugelda upp í sendiferðabíl. Bíllinn er sérstaklega innfluttur frá Þýskalandi og er sérútbúinn fyrir flutninga á sprengiefni.