Karl III. Bretakonungur braut blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þegar hann opnaði hlið Balmoral-kastala, heimilis fjölskyldunnar í Skotlandi, upp á gátt fyrir almenningi í sumar. Miðarnir kostuðu 100 til 150 bresk pund og seldust nánast samstundis upp. Gestir streymdu í kastalann, þar sem Elísabet II. drottning lést árið 2022. Áður hafði gestum verið leyft að skoða veislusal og landareignina, en nú var veittur mun víðtækari aðgangur að hinum ýmsu vistarverum kastalans.