— Lex Merico

Jillian Turecki

Ég ver miklum tíma í að kynna mér ástina – hvað fær hana til að ganga upp, hvað fær hana til að endast og hvernig hjálpa eigi fólki að finna hana. Þetta er bæði starf mitt og ástríða. Það veitir mér ríkulegan tilgang að reyna að skilja þetta djúpstæða fyrirbæri í manninum, löngunina til að stofna til sambands og deila lífinu með einhverjum. Á ferli mínum sem sambandsráðgjafi hef ég komist að því að við gleymum iðulega hinni mjög svo vanmetnu og nokkuð róttæku hugmynd að þótt samband kosti vinnu eigi manni einnig að líða vel í því.

Ég hef lært margt á þessu ferðalagi og séð hvað mörg okkar eru óundirbúin fyrir ástina. Kynfræðsla kennir okkur sjaldnast þá samskiptahæfni sem þarf til að láta sambönd endast. Án rækilegrar menntunar falla of mörg okkar fyrir innantómum frösum um ástina eða sögum sem læsa okkur inni í samböndum sem virka ekki.

...