Charles Oppenheimer
er stofnandi og annar framkvæmdastjóra Oppenheimer-verkefnisins. Hann er barnabarn J. Roberts Oppenheimers, forstöðumanns Þjóðarrannsóknarstofunnar í Los Alamos meðan á Manhattan-verkefninu stóð.
Það er engin tilviljun að goðsagnir og trúarbrögð sem þekkjast í ólíkum menningarheimum deila þeirri trú að mannfólkið tengist allt nánum böndum. Þessi trú hefur lifað í þúsundir ára af góðri ástæðu; hún hefur gildi. Hvort sem beitt er vísindalegri nálgun, heimspekilegum rökum eða kennisetningum trúarbragða hefur spádómur mannkyns verið ritaður: Samkennd er leið okkar til að lifa af.
En nú virðist sem heimurinn stefni í átt að auknum átökum og stríði – sem er óbærileg staða þegar kjarnorkuríki eiga í hlut. Ógnin um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu og vaxandi átök í Mið-Austurlöndum
...