Stríðin í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs hafa sett hrollvekjandi mark á árið. En fleira mun hafa áhrif þegar fram í sækir. Gervigreindin ryður sér til rúms í auknum mæli og mannkyni fækkar, sums staðar svo um munar. Og hverjir eru vanmetnu þættirnir í lífinu? Í Tímamótum er fjallað um málefni líðandi stundar af þekkingu og yfirsýn. Tímamót eru sérblað Morgunblaðsins í samvinnu við The New York Times.