Það voru tíðindi hverjir ekki náðu kjöri. Vinstri grænir féllu, Píratar líka og Sósíalistaflokkurinn var talsvert frá að ná inn. Villta vinstrinu var hafnað á einu bretti. Í því felast skýr skilaboð.
Valkyrjurnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland fallast í stubbaknús við kynningu stjórnarsáttmálans.
Valkyrjurnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland fallast í stubbaknús við kynningu stjórnarsáttmálans. — Morgunblaðið/Eyþór

ANDRÉS MAGNÚSSON

er fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins og fjallar einkum um stjórnmál á síðum blaðsins og í Dagmálum.

Stjórnmálaárið hófst stundvíslega 1. janúar þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands greindi flestum að óvörum frá því í nýársávarpi að hann myndi ekki leita endurkjörs. Þá þegar hófst hefðbundinn samkvæmisleikur við að máta hina og þessa við Bessastaði, en eitt nafn heyrðist þar öðrum oftar, nafn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Engum duldist að samstarfið í ríkisstjórn hennar – samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs – var orðið stirt. Hnígandi fylgi ríkisstjórnarinnar hjálpaði ekki, hafði sigið jafnt og þétt frá lokum 2022 og fór niður fyrir 30% árið 2024. Um leið töpuðu stjórnarflokkarnir miklu

...