Nóvember Björgunarsveitarmenn grafa gegnum aur og drullu til að freista þess að bjarga fólki eftir að hamfararegn olli miklum flóðum á Spáni. Flóðin, sem margir hafa kallað mestu náttúruhamfarir í landinu á seinni tímum, urðu meira en 200 manns að…

Nóvember Björgunarsveitarmenn grafa gegnum aur og drullu til að freista þess að bjarga fólki eftir að hamfararegn olli miklum flóðum á Spáni. Flóðin, sem margir hafa kallað mestu náttúruhamfarir í landinu á seinni tímum, urðu meira en 200 manns að fjörtjóni og skildu hluta landsins eftir í vatni, leðju og rúst. Rigningin, sem féll á aðeins átta klukkustundum á sumum svæðum, var á við það sem fólk á að venjast á heilu ári og fór Valencia-svæðið verst út úr úrhellinu.