Alain Ducasse
Þegar ég var tólf ára tók ég mikilvægustu ákvörðun lífsmíns: ég ákvað að verða matreiðslumeistari. Ef ég á að vera hreinskilinn skildi ég aldrei ástæðuna að baki þessari ákvörðun minni. Ég bjó á bóndabæ í suðvesturhluta Frakklands með fjölskyldu minni. Við bárumst ekki á og ég hafði aldrei borðað á veitingastað. Þrátt fyrir þetta var engin spurning að ég vildi verða matreiðslumeistari og það varð úr. Ég lét draum minn rætast.
Í samfélagi sem snýst um skyndiniðurstöður, skynsemi og tækni hættir okkur til að gleyma mætti draumanna. Á ýmsan hátt passa draumar ekki inn í líf okkar að öðru leyti. Þeir þarfnast tíma og eru hvorki skynsamlegir né byggðir á tækni. Þeir spretta af óljósri og ófyrirsjáanlegri tengingu hugmynda, sem fyrir hendingu skjóta upp kollinum í hugum okkar.
Ég kann enn að meta drauma í mínu faglega lífi. Það sem ungu framkvæmdastjórarnir í liðinu mínu kalla „verkefni“ eru draumar í mínum huga. Þegar ég opna
...